Velkomin í hverfið okkar!

Hverfið okkar, Smáíbúða-, Fossvogs- og Bústaðahverfi hefur fjöldamargt upp á að bjóða. Rótgróna og blandaða íbúðabyggð með fjölbreyttu mannlífi, margvíslega atvinnustarfsemi og góða möguleika til menntunar, tómstunda og útivistar. Fjölmörg græn svæði er að finna í hverfinu og næsta nágrenni þess. Hverfið var eitt sinn í útjaðri bæjarins en er nú nánast í miðri Stór-Reykjavík. Smáíbúðahverfið og Blesugrófin byggðist upp á sínum tíma án mikils skipulags eða kvaða, öfugt við Fossvogshverfið, sem er ein best skipulagða íbúabyggðin í Reykjavík. Menn fengu úthlutað lóð, byggðu sjálfir kofa, sem þeir breyttu hús, sem stækkuðu smám saman í takt við stærð og þarfir fjölskyldunnar. Íbúðabyggðin er sannanlega fjölbreytt með einbýlishúsum, raðhúsum og fjölbýlishúsum og jafnvel allt þetta nánast á sömu þúfunni ...meira hér

Sjálfakandi bílar

Tafir í umferðinni er einn helsti kostnaðarvaldur vegfarenda á höfuðborgarsvæðinu. Fólk úr austurhluta borgarinnar virðist sérstaklega langþreytt á því að sitja í umferðarteppu í Ártúnsbrekku eða á Bústaðavegi. Það er því ekki úr vegi að leita lausna við þeim vanda.

sjálfakandi_bílar

Sjálfakandi bílar eru stórkostlegt tækifæri

Sjálfakandi bifreiðar munu ekki „lækna“ borgina af umferð, þó flestar rannsóknir á sjálfakandi bílum bendi til þess að stórfelldar breytingar muni verða á ferðahegðun fólks. Rannsókn Harper et al. frá 2016 bendir á að samfélagshópar sem ekki hafa ökuréttindi í dag, eins og unglingar, hópur aldraðra og hópur fatlaðra, munu þá geta ferðast um vandræðalaust þegar bíllinn þarf ekki á mennskum bílstjóra að halda. Þar með er aukning ferða áætluð um 14 prósent sem myndi strax éta upp þá 11 prósenta auknu flæðigetu sem kemur með fullkomnum upplýsingum á milli bíla. Umferð hagar sér á flókinn hátt, byggist á félagshagfræðilegum grunni og afleiðingar breytinganna eru margþættar ...meira hér

Foreldar vilja lausnir

Gallup framkvæmdi nýlega þjónustukönnun meðal allra stærstu sveitarfélaga landsins. Mælir könnunin við­horf og ánægju íbúa með þjón­ustu sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg fékk falleinkunn. Ekkert sveitarfélag landsins komst svo nálægt botninum. Reykvíkingar eru óánægðir með grunnþjónustuna. Þeir eru óánægðir með leikskólana.

Það er hverju sveitarfélagi mikilvægt að veita áreiðanlega grunnþjónustu. Það er forsenda stöðugrar búsetu og almennrar ánægju. Maður myndi ætla að höfuðborgir væru í forystuhlutverki. Svo er ekki um Reykjavík. Reykjavík veitir slaka grunnþjónustu og íbúar eru óánægðir. Lífsgæði eru lakari í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum.

Núverandi meirihluti hefur haldið illa á daggæslumálum. Fögur fyrirheit um aðgerðir í leikskólamálum hafa engu skilað. Haustið 2017 voru tæplega 850 börn á biðlista eftir leikskólaplássi. Dagforeldrum fækkaði um 30%. Foreldrar voru í vanda. Foreldrar eru enn í vanda. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur glatað trúverðugleikanum ...meira hér

hildur_björnsdóttir

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi


Hér er hægt að hlaða niður nýjasta blaðinu okkar á .pdf formi:

hverfisblaðið